Spila, syngja og leika 11. janúar 2015 13:00 Matthías Davíð, Hjördís Anna og Hálfdán Helgi hafa fullt fyrir stafni í tónlistinni. vísir/GVA Hjördís Anna, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíasbörn hafa áhuga á mörgu, til dæmis tónlist. Hjördís Anna spilar á básúnu, Hálfdán Helgi æfir á trommur/slagverk og Matthías Davíð á trompet.Eruð þið í hljómsveit?HA: Já, við erum öll í hljómsveit sem heitir Skýjaglópar, ásamt tveimur öðrum krökkum sem heita Brynjar og Elín. Ég er líka í Skólahljómsveit Kópavogs og spila á básúnu. Svo er ég líka í hljómsveit sem heitir Svarta Sól, í henni er ég með Elínu vinkonu minni og bróður mínum Hálfdáni.HH: Ég er í Skólahljómsveit Kópavogs og Skýjaglópum og einnig í sveitinni með Hjördísi og Elínu vinkonu minni.MD: Ég er í Skýjaglópum og Skólahljómsveit Kópavogs.Hvar spilið þið helst?Öll: Skýjaglópar spila mest í kirkjum og Skólahljómsveit Kópavogs spilar úti um allt.HH: Já, Skýjaglópar sungu til dæmis sunnudagaskólalag ársins sem er eftir Gumma Kalla, prest í Lindakirkju. Hvað fleira eruð þið helst að bralla?HA: Ég er í Barnakór Ástjarnarkirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju.HH: Við Matthías erum með kvikmyndafélag sem heitir MH kvikmyndir og gerum alls konar myndir og setjum á Facebook-síðu MH kvikmynda.MD: Ég hef mikinn áhuga á töfrabrögðum og kallast Matti Magic þegar ég er að sýna. Leiklist finnst mér mjög skemmtileg og ég lék langafann í Óvitum og fleira, en ég er núna að æfa fyrir Útvarpsleikhúsið í Elsku Míó minn og að leika í Línu Langsokk. Svo er líka gaman að búa til stuttmyndir með Hálfdáni.Hafið þið einhvern tíma til að leika ykkur?HA: Já, oftast á fimmtudögum og um helgar þegar ég er ekki að syngja einhvers staðar eða spila, annars er ég alltaf á fullu alla daga.HH: Ég hef nægan tíma til að leika mér þrátt fyrir allt það sem ég er að gera.“MD: Nei! … jú, kannski stundum.Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur?HA: Mér finnst mjög skemmtilegt í íþróttum, til dæmis í fótbolta og á skíðum. Eitt sinn þegar ég var að prufa snjóbretti með frænku minni í fyrsta skipti þá datt ég á höndina og handleggsbrotnaði en fyrir utan það þá finnst mér snjóbretti mjög skemmtilegt.HH: Mér finnst skemmtilegast að leika mér bara við að búa til kvikmyndir.MD: Að æfa mig í töfrabrögðum og búa til leiksýningar.Eruð þið farin að velta fyrir ykkur hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór?HA: Ég ætla að verða tannlæknir, tónlistarkona og söngkona.HH: Já, mig langar rosalega að verða kvikmyndagerðarmaður, söngvari og líka trommari.MD: Ég mundi vilja verða leikari! Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Hjördís Anna, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíasbörn hafa áhuga á mörgu, til dæmis tónlist. Hjördís Anna spilar á básúnu, Hálfdán Helgi æfir á trommur/slagverk og Matthías Davíð á trompet.Eruð þið í hljómsveit?HA: Já, við erum öll í hljómsveit sem heitir Skýjaglópar, ásamt tveimur öðrum krökkum sem heita Brynjar og Elín. Ég er líka í Skólahljómsveit Kópavogs og spila á básúnu. Svo er ég líka í hljómsveit sem heitir Svarta Sól, í henni er ég með Elínu vinkonu minni og bróður mínum Hálfdáni.HH: Ég er í Skólahljómsveit Kópavogs og Skýjaglópum og einnig í sveitinni með Hjördísi og Elínu vinkonu minni.MD: Ég er í Skýjaglópum og Skólahljómsveit Kópavogs.Hvar spilið þið helst?Öll: Skýjaglópar spila mest í kirkjum og Skólahljómsveit Kópavogs spilar úti um allt.HH: Já, Skýjaglópar sungu til dæmis sunnudagaskólalag ársins sem er eftir Gumma Kalla, prest í Lindakirkju. Hvað fleira eruð þið helst að bralla?HA: Ég er í Barnakór Ástjarnarkirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju.HH: Við Matthías erum með kvikmyndafélag sem heitir MH kvikmyndir og gerum alls konar myndir og setjum á Facebook-síðu MH kvikmynda.MD: Ég hef mikinn áhuga á töfrabrögðum og kallast Matti Magic þegar ég er að sýna. Leiklist finnst mér mjög skemmtileg og ég lék langafann í Óvitum og fleira, en ég er núna að æfa fyrir Útvarpsleikhúsið í Elsku Míó minn og að leika í Línu Langsokk. Svo er líka gaman að búa til stuttmyndir með Hálfdáni.Hafið þið einhvern tíma til að leika ykkur?HA: Já, oftast á fimmtudögum og um helgar þegar ég er ekki að syngja einhvers staðar eða spila, annars er ég alltaf á fullu alla daga.HH: Ég hef nægan tíma til að leika mér þrátt fyrir allt það sem ég er að gera.“MD: Nei! … jú, kannski stundum.Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur?HA: Mér finnst mjög skemmtilegt í íþróttum, til dæmis í fótbolta og á skíðum. Eitt sinn þegar ég var að prufa snjóbretti með frænku minni í fyrsta skipti þá datt ég á höndina og handleggsbrotnaði en fyrir utan það þá finnst mér snjóbretti mjög skemmtilegt.HH: Mér finnst skemmtilegast að leika mér bara við að búa til kvikmyndir.MD: Að æfa mig í töfrabrögðum og búa til leiksýningar.Eruð þið farin að velta fyrir ykkur hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór?HA: Ég ætla að verða tannlæknir, tónlistarkona og söngkona.HH: Já, mig langar rosalega að verða kvikmyndagerðarmaður, söngvari og líka trommari.MD: Ég mundi vilja verða leikari!
Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira