Er það „alveg fráleitt“? Ólafur Stephensen skrifar 23. janúar 2015 07:00 Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun