Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 00:00 Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun