Kaupmáttur launa aldrei hærri Willum Þór Þórsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun