Kaupmáttur launa aldrei hærri Willum Þór Þórsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar