Siðblinda í lífeyrissjóðum Ólafur Hauksson skrifar 4. mars 2015 00:00 Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun