Innlent

Vilja að staðið sé við loforð

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis um að standa við gefin fyrirheit og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hvorki studdu áskorunina né tóku þátt í umræðum.

Í greinargerð segir um svo stórt hagsmunamál að ræða að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess.

Þá segir einnig að ekki hægt að segja til um ávinning af ESB-aðild fyrr en niðurstöður viðræðna liggi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×