Aðförin að námsmönnum Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 31. mars 2015 07:00 Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður. Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Síðasta vetur tók meirihlutinn í stjórn LÍN ákvörðun þess efnis að skera niður framfærslu námsmanna erlendis. Sú skerðing náði hátt upp í 10% á sumum svæðum. Þessi lækkun átti sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings. Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið af stjórnvöldum. Það átti að lækka útgjöldin, eins og þeir kalla framfærsluna til þeirra sem eru að reyna mennta sig, ég vil nú meina að menntun sé hluti af almennum mannréttindum, en það er eflaust eitthvað sem stjórnvöld átta sig ekki á. Meirihluti stjórnar LÍN er skipaður af stjórnvöldum. Stjórnarformaðurinn, Jónas Fr. Jónsson, sem var áður forstjóri FME, sagði meira að segja beint við fjölmiðla þann 27. maí 2014 að það yrði skorið meira niður hjá námsmönnum erlendis. Og það var gert. Í ár er skorið niður um allt að 10%, svo má að öllum líkindum vænta enn meiri niðurskurðar á næsta ári. Það var búinn til einhvers konar sýndarleikur þar sem ráðgjafarfyrirtæki, sem áður hefur unnið fyrir stjórnvöld, komst að því að það væri ákveðin skekkja sem þyrfti að laga varðandi grunnframfærslu námsmanna. Það var tekið saman og meirihluti stjórnar LÍN tók ákvörðun um að skera niður út frá þessum nýju tölum. Einmitt. Það var búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu. En það sem meirihluti stjórnar LÍN ákvað hins vegar ekki að gera var að laga þá skekkju sem snýr að skólagjöldum til námsmanna erlendis. En hún er að sjálfsögðu óhagstæð útreikningum stjórnvalda og hefur ekki hækkað í mörg ár og duga skólagjaldalánin frá LÍN oft einungis fyrir örlitlum hluta skólagjaldanna. Stjórn SÍNE bað félagsmenn um að taka þátt í könnun á síðasta ári þar sem þeim spurningum var varpað fram, annars vegar hvort framfærsla LÍN væri að duga námsmönnum erlendis til að framfleyta sér og hins vegar hvort skólagjaldalán LÍN væru nægjanlega há til að námsmenn gætu lokið gráðu við háskóla erlendis þar sem skólagjalda væri krafist. Var niðurstaðan sú að meirihluti námsmanna erlendis taldi að hvorki grunnframfærslan né skólagjaldalánin dygðu fyrir útgjöldunum. En samt vill LÍN skera niður. Námsmenn taki höndum saman Það er mín skoðun að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis. Því flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skila sér heim og það þarf engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum líkt og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, var með á sínum tíma þess efnis að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis til þess að fólk skili sér heim. Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur. Legg ég til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns í þessu máli.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun