Veljum réttlæti Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun