Lífhagkerfið, leið til sjálfbærni Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum, sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir. Efling lífhagkerfisins Til að stuðla að eflingu lífhagkerfisins er mikilvægt að unnið sé þvert á mismunandi atvinnugreinar og að horft sé á hliðarafurðir úr einni atvinnugrein sem mögulegan hráefnastraum inn í aðra. Einnig þurfa ákveðnar grunnstoðir að vera fyrir hendi í samfélaginu, nýtingin þarf að vera sjálfbær þannig að auðlindirnar séu í raun endurnýtanlegar, mikilvægt er að framboð á menntun sé við hæfi auk þess sem tryggja þarf nýsköpunarhæfni samfélagsins, ekki hvað síst þeirra svæða sem liggja að lífauðlindum. Í dag byggir hagkerfi heimsins í ríkum mæli á olíuvinnslu, ekki bara til jarðefnaeldsneytisframleiðslu heldur er olíuvinnsla einnig undirstaða efnaiðnaðar. Olíuauðlindir eru endanlegar auðlindir sem munu klárast auk þess sem notkun þeirra hefur neikvæð umhverfisáhrif. Litið er til lífhagkerfisins til að leysa af hólmi hagkerfi sem byggir á olíuvinnslu og færast þannig í átt til hagkerfis sem byggir á sjálfbærri nýtingu endurnýtanlegra auðlinda. Rannsókna- og nýsköpunaráherslur Á Íslandi spilar nýting lífrænna auðlinda, einkum sjávartengdra auðlinda, stærra hlutverk í hagkerfinu en víða annars staðar. Þegar litið er til norrænna, evrópskra og annarra svæðisbundinna eða alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunaráætlana er ljóst að sífellt aukin áhersla er á lífhagkerfið. Þessi aukna alþjóðlega áhersla á lífhagkerfið opnar tækifæri fyrir Ísland til breiðrar þátttöku í rannsóknum og nýsköpun með það að markmiði að auka verðmætasköpun og efla íslenska lífhagkerfið. Mikilvægt er því að nýta tækifærið og að íslenskar rannsókna- og nýsköpunaráherslur styðji þessa þróun svo að sem mest samlegðaráhrif náist á þessu sviði. Stórar áskoranir Ástæða þess að lífhagkerfið og efling þess er svo áberandi í alþjóðlegum áætlunum er að viðgangur, styrking og framþróun í lífhagkerfinu er eitt helsta svar mannkyns við þeim stóru áskorunum sem það sendur frammi fyrir. Þetta á við um fæðu- og matvælaöryggi fyrir sífellt fleiri jarðarbúa. Einnig til að sporna við og aðlagast hlýnun jarðar, útskiptingu jarðefnaeldsneytis og útskiptingu efna sem unnin eru úr olíu í dag. Einnig má segja að efling lífhagkerfisins geti spilað stórt hlutverk þegar kemur að byggðaþróun og íbúasamsetningu í dreifðum byggðum sem liggja að lífauðlindum. Auk þess að vera lykillinn að því að auka viðnámsþrótt vistkerfa við áföllum hvort sem um er að ræða eldgos, flóð eða fellibyli og við skipulag land- og hafsvæða. Aukin verðmætasköpun Nýsköpun í lífhagkerfinu felst í verðmætaaukningu og nýtingu alls hráefnis sem til fellur við vinnslu þvert á geira, með framleiðslu á hliðarafurðum og/eða verðmætari vörum úr þegar nýttu hráefni. Hún getur falist í bættum vinnslu-, kæli- og flutningsferlum sem auka nýtingu og gæði vöru. Nýsköpunin getur einnig falist í beitingu og þróun nýrrar tækni til að einangra og vinna ýmis efni til iðnaðarframleiðslu úr lífrænum hráefnum í stað olíu. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til nýtingar lífræns úrgangs, vannýttra auðlinda eins og t.d. þangs og þara og aukinnar ræktunar til dæmis á þörungum, bakteríum eða sveppum. Auk þess geta veruleg tækifæri falist í erfðafræðilegri sérstöðu lífvera á tilteknum svæðum, þar eru hitakærar bakteríur í íslenskum hverum gott dæmi en þær má m.a. nýta til framleiðslu á hitaþolnum ensímum sem nýtast í ýmsum iðnaði. Drifkraftar Þó verðmætaaukning sé dregin hér sérstaklega fram sem mikilvægur drifkraftur eru einnig aðrir mikilvægir þættir sem hvetja til framþróunar í lífhagkerfinu. Þar má nefna svæðisbundið fæðuöryggi sem byggir ekki einungis á nægri matvælaframleiðslu heldur einnig á því að svæði séu sjálfbjarga um nauðsynleg hráefni til matvælaframleiðslu eins og fóður og áburð. Einnig má líta á jákvæð áhrif á byggðarþróun sem drifkraft, þar sem t.d uppbygging líftækniiðnaðar sem kallar á nálægð við lífauðlindir getur aukið framboð starfa fyrir menntað fólk í dreifðum byggðum. Umhverfisáhrif og sjálfbær nýting til að tryggja varanleika lífrænna auðlinda verður að sjálfsögðu alltaf útgangspunktur við framþróun lífhagkerfisins. Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum, sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir. Efling lífhagkerfisins Til að stuðla að eflingu lífhagkerfisins er mikilvægt að unnið sé þvert á mismunandi atvinnugreinar og að horft sé á hliðarafurðir úr einni atvinnugrein sem mögulegan hráefnastraum inn í aðra. Einnig þurfa ákveðnar grunnstoðir að vera fyrir hendi í samfélaginu, nýtingin þarf að vera sjálfbær þannig að auðlindirnar séu í raun endurnýtanlegar, mikilvægt er að framboð á menntun sé við hæfi auk þess sem tryggja þarf nýsköpunarhæfni samfélagsins, ekki hvað síst þeirra svæða sem liggja að lífauðlindum. Í dag byggir hagkerfi heimsins í ríkum mæli á olíuvinnslu, ekki bara til jarðefnaeldsneytisframleiðslu heldur er olíuvinnsla einnig undirstaða efnaiðnaðar. Olíuauðlindir eru endanlegar auðlindir sem munu klárast auk þess sem notkun þeirra hefur neikvæð umhverfisáhrif. Litið er til lífhagkerfisins til að leysa af hólmi hagkerfi sem byggir á olíuvinnslu og færast þannig í átt til hagkerfis sem byggir á sjálfbærri nýtingu endurnýtanlegra auðlinda. Rannsókna- og nýsköpunaráherslur Á Íslandi spilar nýting lífrænna auðlinda, einkum sjávartengdra auðlinda, stærra hlutverk í hagkerfinu en víða annars staðar. Þegar litið er til norrænna, evrópskra og annarra svæðisbundinna eða alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunaráætlana er ljóst að sífellt aukin áhersla er á lífhagkerfið. Þessi aukna alþjóðlega áhersla á lífhagkerfið opnar tækifæri fyrir Ísland til breiðrar þátttöku í rannsóknum og nýsköpun með það að markmiði að auka verðmætasköpun og efla íslenska lífhagkerfið. Mikilvægt er því að nýta tækifærið og að íslenskar rannsókna- og nýsköpunaráherslur styðji þessa þróun svo að sem mest samlegðaráhrif náist á þessu sviði. Stórar áskoranir Ástæða þess að lífhagkerfið og efling þess er svo áberandi í alþjóðlegum áætlunum er að viðgangur, styrking og framþróun í lífhagkerfinu er eitt helsta svar mannkyns við þeim stóru áskorunum sem það sendur frammi fyrir. Þetta á við um fæðu- og matvælaöryggi fyrir sífellt fleiri jarðarbúa. Einnig til að sporna við og aðlagast hlýnun jarðar, útskiptingu jarðefnaeldsneytis og útskiptingu efna sem unnin eru úr olíu í dag. Einnig má segja að efling lífhagkerfisins geti spilað stórt hlutverk þegar kemur að byggðaþróun og íbúasamsetningu í dreifðum byggðum sem liggja að lífauðlindum. Auk þess að vera lykillinn að því að auka viðnámsþrótt vistkerfa við áföllum hvort sem um er að ræða eldgos, flóð eða fellibyli og við skipulag land- og hafsvæða. Aukin verðmætasköpun Nýsköpun í lífhagkerfinu felst í verðmætaaukningu og nýtingu alls hráefnis sem til fellur við vinnslu þvert á geira, með framleiðslu á hliðarafurðum og/eða verðmætari vörum úr þegar nýttu hráefni. Hún getur falist í bættum vinnslu-, kæli- og flutningsferlum sem auka nýtingu og gæði vöru. Nýsköpunin getur einnig falist í beitingu og þróun nýrrar tækni til að einangra og vinna ýmis efni til iðnaðarframleiðslu úr lífrænum hráefnum í stað olíu. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til nýtingar lífræns úrgangs, vannýttra auðlinda eins og t.d. þangs og þara og aukinnar ræktunar til dæmis á þörungum, bakteríum eða sveppum. Auk þess geta veruleg tækifæri falist í erfðafræðilegri sérstöðu lífvera á tilteknum svæðum, þar eru hitakærar bakteríur í íslenskum hverum gott dæmi en þær má m.a. nýta til framleiðslu á hitaþolnum ensímum sem nýtast í ýmsum iðnaði. Drifkraftar Þó verðmætaaukning sé dregin hér sérstaklega fram sem mikilvægur drifkraftur eru einnig aðrir mikilvægir þættir sem hvetja til framþróunar í lífhagkerfinu. Þar má nefna svæðisbundið fæðuöryggi sem byggir ekki einungis á nægri matvælaframleiðslu heldur einnig á því að svæði séu sjálfbjarga um nauðsynleg hráefni til matvælaframleiðslu eins og fóður og áburð. Einnig má líta á jákvæð áhrif á byggðarþróun sem drifkraft, þar sem t.d uppbygging líftækniiðnaðar sem kallar á nálægð við lífauðlindir getur aukið framboð starfa fyrir menntað fólk í dreifðum byggðum. Umhverfisáhrif og sjálfbær nýting til að tryggja varanleika lífrænna auðlinda verður að sjálfsögðu alltaf útgangspunktur við framþróun lífhagkerfisins. Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun