Starfsfólk þarf ekki norður Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2015 10:30 Stofnunin verður flutt hægar en ráð var fyrir gert í fyrstu. Starfsmenn Fiskistofu mótmæltu upprunalegum áformum ráðherra harðlega. Vísir/VAlli Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum. Alþingi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytjast búferlum til Akureyrar til að halda starfi sínu hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra en hann kynnti þessa niðurstöðu sína í gær. Þeir starfsmenn stofnunarinnar sem starfa hjá Fiskistofu í Hafnarfirði hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins en Fiskistofustjóri mun taka ákvörðun um staðsetningu nýrra starfsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar þann 27. júní í fyrra að Fiskistofa yrði flutt til Akureyrar. Áform ráðherranna hafa mætt mikilli andstöðu. BHM og Hafnarfjarðarkaupstaður, auk starfsmanna Fiskistofu, hafa gagnrýnt flutninginn og talið slíka hreppaflutninga tímaskekkju. Í nýlegu áliti gerir umboðsmaður Alþingis athugasemdir við undirbúning flutnings Fiskistofu til Akureyrar. Kom umboðsmaður að því í áliti sínu að ráðherra þyrfti að gera starfsmönnum Fiskistofu formlega grein fyrir stöðu þeirra nú og hvers mætti vænta um framhaldið.Batnandi mönnum best að lifa Björn Jónsson, lögfræðingur hjá Fiskistofu og fulltrúi starfsmanna, segir undanfarið ár hafa verið starfsmönnum stofnunarinnar þungbært. „Þessi hugmynd um flutning Fiskistofu og umræðan sem hefur fylgt hefur reynst starfsmönnum erfitt. Einnig hefur síðasta ár verið erfitt fyrir stofnunina sjálfa. Hins vegar er batnandi mönnum best að lifa og þetta er niðurstaðan,“ segir hann. Björn telur málflutning sem starfsmenn Fiskistofu hafa haft uppi um flutninginn hafa að lokum haft sigur. „Starfsmenn Fiskistofu spyrntu við fótum um leið og ráðherra vildi flytja stofnunina til Akureyrar. Sá málflutningur varð ofan á og því er þetta gleðiefni fyrir okkur starfsmenn sem eftir eru að hafa hér starfsöryggi.“Krefjandi verkefni fram undan Eyþór Björnsson fiskistofustjóri mun flytja til Akureyrar sem fyrst og byggja upp höfuðstöðvar stofnunarinnar nyrðra. Markmið ríkisstjórnarinnar er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu opinberra starfa. „Það sem skiptir máli er að eftir sem áður verður ráðist í flutning Fiskistofu til Akureyrar en með breyttu sniði. Um leið og lög um staðsetningu ríkisstofnana verða samþykkt mun ég flytja til Akureyrar og byggja upp nýjar höfuðstöðvar. Nú taka við breyttir tímar og ég lít á þetta sem krefjandi tækifæri að setja á laggirnar þessu nýju höfuðstöðvar,“ segir Eyþór. Nú taki hins vegar við tími þar sem hlúa þurfi að starfsmönnum stofnunarinnar. „Það er mikilvægt að ná aftur upp þeim góða starfsanda sem stofnunin hefur verið þekkt fyrir.“ Þeim starfsmönnum sem vilja samt sem áður flytja gefst áfram kostur á að fá styrk fyrir búferlaflutningnum.
Alþingi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent