„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 12:15 Strandveiðibátar liggja hreyfingarlausir í höfn við Bolungarvík. vísir/Hafþór Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“ Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“
Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira