Til þeirra sem skömmina eiga Jóhanna Marín Jónsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja ykkur hræðilegt leyndarmál. Ég ákvað í nótt þegar ég lá andvaka að láta til skarar skríða. Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan. Þá öðlaðist ég kjark til að losa mig undan oki áratuga skammar yfir því, sem ég átti enga sök á. Nú finn ég til sömu löngunar gagnvart öðru máli sem hefur hvílt á mér í meira en tvo áratugi og nú ætla ég að nota andrúmsloftið sem er í samfélaginu og létta þessari skömm af mér og koma henni á þann stað sem hún á heima. Þessi djúpstæða skömm sem hefur rænt mig friði og haft áhrif á sjálfsmynd mína og allt mitt líf, er sú að ég hef ekki getað séð mér og börnunum mínum farborða á sómasamlegan hátt, þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er sem sagt, ein af þessum heimtufreku menntuðu einstaklingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessa lands vill meina að heimti 50-100% launahækkun og komi þannig þjóðfélaginu á hliðina. Sannleikurinn er sá að ef ég vinn 100% vinnu með mína fagmenntun og ofan á hana bætist áratuga starfsreynsla og mikil sérþekking næ ég loksins núna 460.210 kr. í heildarlaun á mánuði. Sem þýðir að ég fæ til ráðstöfunar innan við 280.000 kr. Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna t.d. á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu. Það helgast af því að það eru misjafnir stofnanasamningar í gangi á hverjum vinnustað fyrir sig. Ég get fullyrt að flestir þeirra sem eru í kjarabaráttu núna, innan raða BHM, eru með á bilinu 350.000-550.000 kr. í heildarlaun fyrir 100% starf. Launatafla okkar núna er frá tæplega 270.000 kr. upp í hæstu laun, sem aðeins einhverjir örfáir toppar geta náð, um 860.000 kr. Það er undantekning að fá þau laun. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem upplifa stöðu sína svipaða minni. Að skammast sín fyrir að eiga ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir að hafa lagt á sig langt nám og mikla fjárfestingu, þjóðfélaginu öllu til heilla. Ég get fullyrt það að menntun á stóran þátt í því að hér byggjum við friðsælt og umburðarlynt þjóðfélag sem lætur sér enn annt um náungann. Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi. Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi. Stöndum saman og látum þá eiga skömmina sem hana eiga.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun