Stelpugrín er reyndar fyndið Guðrún Ansnes skrifar 27. maí 2015 13:00 Stöllurnar bregða sér í allra kvikinda líki í þáttunum og hér sjást þær í gervum bandarískra ferðamanna. „Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum. Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum.
Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira