Stattu með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað. Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst. Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf, félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað. Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst. Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf, félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun