Stærsta áhættan er staða Grikklands Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2015 05:00 Catherine Mann segir að Evrópusambandið sé bjarti punkturinn í hagspánni. NordicPhotos/afp Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær. Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00