Af dramblátum bavíönum og valdamönnum Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júní 2015 08:00 Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun