Af dramblátum bavíönum og valdamönnum Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júní 2015 08:00 Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar