Hótel Písland guðmundur andri thorsson skrifar 22. júní 2015 07:00 Þegar lög voru sett á hjúkrunarfræðinga um daginn voru B-ráðherrar settir í verkin: Sigurður Ingi, sem alltaf er sendur í fjósið, kannski af því að hann er dýralæknir, og Gunnar Bragi sem alltaf hljómar eins og dálítið höstugur verkstjóri sem vill ganga í augun á yfirmönnum sínum. Á meðan fóru A-ráðherrarnir á völlinn.Já en Icesave! Og málsvörnin? Hún fólst í því tala um Icesave – að sjálfsögðu. Gunnar Bragi ræddi um það hástöfum hvílíkt kjarkmenni Sigmundur Davíð væri, en ráðherrann var sjálfur fjarverandi meðan á rimmunni stóð. Raunar má lýsa sambandi hans og þingsins sem nokkurs konar fjarbúð, og situr hann þó í skjóli og umboði þessa sama þings. Sjálfur virðist fjarherrann þó fremur líta á sig sem nokkurs konar helgarpabba, sem kemur af og til inn í líf þingsins og gefur öllum ís, en þegar þarf að standa í verkum eins og afnámi verkfallsréttar hjá háskólamenntuðu fólki þá er fenginn til þess Landbúnaðar- og Sjávarútvegsráðherra, sennilega vegna þess að ríkisstjórnin telur að þegar öllu sé á botninn hvolft hljóti öll mál, stór og smá, fyrst og fremst að vera landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Nema þetta tákni að þess sé skammt að bíða að við fáum kvótasetningu á sjúklinga. Og nú, samkvæmt síðustu fréttum, hafa hundrað og fimmtíu manns sagt upp á Landspítalanum. Þó ekki væri nema bara vegna þess eftirleiks lagasetningarinnar er hún augljóslega glórulaus. Til réttlætingar lagasetningunni hafa menn – fyrir utan Icesave – veifað harðorðum viðvörunum landlæknis sem talað hefur tæpitungulaust um óþolandi ástand á Landspítalanum. Orð hans mátti hæglega skilja sem tilmæli til ríkisins um að teygja sig lengra í átt til samninga en bjóða ekki sífellt upp á sama tilboð og enda svo á því að festa það tilboð í lög. Og svona héldum við upp á hundrað ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna: verkfallsréttur afnuminn hjá stéttum þar sem konur eru fjölmennar og eiga að baki langt og strangt háskólanám til að geta sinnt sínu starfi. Skilaboðin alveg skýr um hvað er mikilvægt og hvað ekki. Mér er sagt að þegar nýr lögfræðingur tekur til starfa við Landspítalann sé hann með helmingi hærra kaup en nýr læknir. Og hvað þá hjúkrunarfræðingur.„Og deilt er um hvort hótelið sjálft muni græða“ Við fengum í síðustu viku smjörþefinn af framtíðinni eins og hún verður fái Sjálfstæðisflokkurinn áfram að ráða uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Leynt og ljóst stefnir sá flokkur að því að auka markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu, telur það eitt meginhlutverk sitt að greiða götu þeirra sem líta á sjúklinga eins og veiðistofn, þar sem sé að finna ónýtt verðmæti. Í Kastljósinu var umfjöllun um fyrirtækið Sinnum (nafnið vísar í senn til umönnunar og margföldunar) sem hefur rekið sjúkrahótel þar sem Hótel Ísland var áður til húsa en virðist vera hálfgerður píslastaður fyrir sjúklinga sem eru að jafna sig eftir aðgerðir – hótel Písland – ef marka má fjölmargar frásagnir fólks sem þar hefur þurft að dúsa. Áður var rekið á Rauðarárstíg sjúkrahótel af Rauða krossinum, og almenn ánægja með þá starfsemi, enda var þar þjónusta við sjúklinga sem Sinnum-konum finnst ekki taka því að sinna. Frægt er orðið Kastljósviðtal við Steingrím Ara Arason sem er í forsvari fyrir sjúkratryggingar, greiðanda meintrar þjónustu. Þar kom hann fram eins og fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins Sinnum og talaði um sjúklingana eins og hverja aðra hótelgesti og hefur staðið í látlausum deilum við Landspítalann til að verja eigendur Sinnum fyrir kröfum um sómasamlegan aðbúnað og þjónustu. Hann talaði eins og hvorki Landspítalanum né Heilbrigðiseftirlitinu kæmi það við hvernig háttað væri þjónustu við þá sjúklinga sem á hótelið fara af Landspítalanum, en eins og kunnugt er þá er það liður í niðurskurðarstefnu gagnvart Landspítalanum sem ríkt hefur frá góðæri og ráðherratíð Guðlaugs Þórs, að henda sjúklingum sem allra fyrst út eftir aðgerðir og láta þá jafna sig einhvers staðar annars staðar. Við höfum reynslu af starfsemi Grundar og Hrafnistu þar sem sjálfseignarfélög sinna þjónustu við aldrað fólk af metnaði en eins og sjúkrahótelrekstri Sinnum var lýst í Kastljósi – og hefur ekki verið borið til baka – virðast gróðasjónarmið ráða för. En það má aldrei líta á sjúklinga sem gróðalind. Veikindi mega ekki vera varningur. Sjálfsagt er að fara vel með fé og nýta peninga eins og kostur er en það á að vera í þágu þeirra sjúku og í almannahag en ekki til að skapa ríku fólki meiri arð. Hótelrekstur Sinnum virðist miðast við að græða á erlendum ferðamönnum: fyrst er mánuðum saman verið að gera klárt fyrir túristana með tilheyrandi hávaða; svo þegar túristatíminn rennur upp virðist sjúklingunum hreinlega hent út til að rýma fyrir túristum. Það er ein helsta lygi okkar tíma að gróðasjónarmið eigi alltaf við alls staðar í mannlegu félagi. Og fæst okkar vilja halda áfram á þeirri braut að markaðsvæða umönnunarstörf. Það er ónotaleg tilhugsun að eiga í vændum að láta sinna sér af fyrirtæki sem lítur á það sem hlutverk sitt að skapa arð fyrir hluthafa sína úr veikindum okkar og kröm. En eigi ekki að halda áfram á þessari braut þurfum við að hætta að leiða til valda stjórnmálaöfl sem vilja greiða götu þess háttar fyrirtækja, hvort sem sú fyrirgreiðsla felst í niðurbroti opinberrar þjónustu eða fjáraustri til vildarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar lög voru sett á hjúkrunarfræðinga um daginn voru B-ráðherrar settir í verkin: Sigurður Ingi, sem alltaf er sendur í fjósið, kannski af því að hann er dýralæknir, og Gunnar Bragi sem alltaf hljómar eins og dálítið höstugur verkstjóri sem vill ganga í augun á yfirmönnum sínum. Á meðan fóru A-ráðherrarnir á völlinn.Já en Icesave! Og málsvörnin? Hún fólst í því tala um Icesave – að sjálfsögðu. Gunnar Bragi ræddi um það hástöfum hvílíkt kjarkmenni Sigmundur Davíð væri, en ráðherrann var sjálfur fjarverandi meðan á rimmunni stóð. Raunar má lýsa sambandi hans og þingsins sem nokkurs konar fjarbúð, og situr hann þó í skjóli og umboði þessa sama þings. Sjálfur virðist fjarherrann þó fremur líta á sig sem nokkurs konar helgarpabba, sem kemur af og til inn í líf þingsins og gefur öllum ís, en þegar þarf að standa í verkum eins og afnámi verkfallsréttar hjá háskólamenntuðu fólki þá er fenginn til þess Landbúnaðar- og Sjávarútvegsráðherra, sennilega vegna þess að ríkisstjórnin telur að þegar öllu sé á botninn hvolft hljóti öll mál, stór og smá, fyrst og fremst að vera landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Nema þetta tákni að þess sé skammt að bíða að við fáum kvótasetningu á sjúklinga. Og nú, samkvæmt síðustu fréttum, hafa hundrað og fimmtíu manns sagt upp á Landspítalanum. Þó ekki væri nema bara vegna þess eftirleiks lagasetningarinnar er hún augljóslega glórulaus. Til réttlætingar lagasetningunni hafa menn – fyrir utan Icesave – veifað harðorðum viðvörunum landlæknis sem talað hefur tæpitungulaust um óþolandi ástand á Landspítalanum. Orð hans mátti hæglega skilja sem tilmæli til ríkisins um að teygja sig lengra í átt til samninga en bjóða ekki sífellt upp á sama tilboð og enda svo á því að festa það tilboð í lög. Og svona héldum við upp á hundrað ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna: verkfallsréttur afnuminn hjá stéttum þar sem konur eru fjölmennar og eiga að baki langt og strangt háskólanám til að geta sinnt sínu starfi. Skilaboðin alveg skýr um hvað er mikilvægt og hvað ekki. Mér er sagt að þegar nýr lögfræðingur tekur til starfa við Landspítalann sé hann með helmingi hærra kaup en nýr læknir. Og hvað þá hjúkrunarfræðingur.„Og deilt er um hvort hótelið sjálft muni græða“ Við fengum í síðustu viku smjörþefinn af framtíðinni eins og hún verður fái Sjálfstæðisflokkurinn áfram að ráða uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Leynt og ljóst stefnir sá flokkur að því að auka markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu, telur það eitt meginhlutverk sitt að greiða götu þeirra sem líta á sjúklinga eins og veiðistofn, þar sem sé að finna ónýtt verðmæti. Í Kastljósinu var umfjöllun um fyrirtækið Sinnum (nafnið vísar í senn til umönnunar og margföldunar) sem hefur rekið sjúkrahótel þar sem Hótel Ísland var áður til húsa en virðist vera hálfgerður píslastaður fyrir sjúklinga sem eru að jafna sig eftir aðgerðir – hótel Písland – ef marka má fjölmargar frásagnir fólks sem þar hefur þurft að dúsa. Áður var rekið á Rauðarárstíg sjúkrahótel af Rauða krossinum, og almenn ánægja með þá starfsemi, enda var þar þjónusta við sjúklinga sem Sinnum-konum finnst ekki taka því að sinna. Frægt er orðið Kastljósviðtal við Steingrím Ara Arason sem er í forsvari fyrir sjúkratryggingar, greiðanda meintrar þjónustu. Þar kom hann fram eins og fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins Sinnum og talaði um sjúklingana eins og hverja aðra hótelgesti og hefur staðið í látlausum deilum við Landspítalann til að verja eigendur Sinnum fyrir kröfum um sómasamlegan aðbúnað og þjónustu. Hann talaði eins og hvorki Landspítalanum né Heilbrigðiseftirlitinu kæmi það við hvernig háttað væri þjónustu við þá sjúklinga sem á hótelið fara af Landspítalanum, en eins og kunnugt er þá er það liður í niðurskurðarstefnu gagnvart Landspítalanum sem ríkt hefur frá góðæri og ráðherratíð Guðlaugs Þórs, að henda sjúklingum sem allra fyrst út eftir aðgerðir og láta þá jafna sig einhvers staðar annars staðar. Við höfum reynslu af starfsemi Grundar og Hrafnistu þar sem sjálfseignarfélög sinna þjónustu við aldrað fólk af metnaði en eins og sjúkrahótelrekstri Sinnum var lýst í Kastljósi – og hefur ekki verið borið til baka – virðast gróðasjónarmið ráða för. En það má aldrei líta á sjúklinga sem gróðalind. Veikindi mega ekki vera varningur. Sjálfsagt er að fara vel með fé og nýta peninga eins og kostur er en það á að vera í þágu þeirra sjúku og í almannahag en ekki til að skapa ríku fólki meiri arð. Hótelrekstur Sinnum virðist miðast við að græða á erlendum ferðamönnum: fyrst er mánuðum saman verið að gera klárt fyrir túristana með tilheyrandi hávaða; svo þegar túristatíminn rennur upp virðist sjúklingunum hreinlega hent út til að rýma fyrir túristum. Það er ein helsta lygi okkar tíma að gróðasjónarmið eigi alltaf við alls staðar í mannlegu félagi. Og fæst okkar vilja halda áfram á þeirri braut að markaðsvæða umönnunarstörf. Það er ónotaleg tilhugsun að eiga í vændum að láta sinna sér af fyrirtæki sem lítur á það sem hlutverk sitt að skapa arð fyrir hluthafa sína úr veikindum okkar og kröm. En eigi ekki að halda áfram á þessari braut þurfum við að hætta að leiða til valda stjórnmálaöfl sem vilja greiða götu þess háttar fyrirtækja, hvort sem sú fyrirgreiðsla felst í niðurbroti opinberrar þjónustu eða fjáraustri til vildarvina.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun