Gunnar Heiðar: Krossalistinn minn kláraður Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2015 06:00 Gunnar Heiðar á eftir að styrkja Eyjaliðið mikið en landsliðsmaðurinn fyrrverandi kvaddi sem markakóngur. Fréttablaðið/AFP „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
„Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt. Nú er kominn tími til að koma heim,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Gunnar Heiðar hefur ákveðið að koma heim, en hann samdi við uppeldisfélagið sitt í gær og hefur leik með því í Pepsi-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður 15. júlí. „Við ætluðum alltaf að flytja heim. Við erum búin að byggja hús þar og fjölskyldan fór heim fyrir einu og hálfu ári. Það hefur því verið erfitt að vera einn úti,“ segir Gunnar Heiðar, en kona hans gengur með þeirra fjórða barn. „Þetta var því nokkuð auðveld ákvörðun. Það er bara frábært að geta komið inn í ÍBV núna og tekið þátt í uppbyggingunni þar.“Engar áhyggjur Gunnar fór fyrst út til Halmstad eftir tímabilið 2004 þegar hann varð markakóngur í efstu deild á Íslandi. Þá fór hann til Halmstad og varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann hafði gengið í gegnum erfiða tíma hjá Esbjerg í Danmörku áður en hann samdi við ÍBV 2011, en þá spilaði hann aldrei leik fyrir félagið. Eyjamenn ætla því sumir hverjir ekki að fagna komu hans fyrr en Gunnar Heiðar spilar í hvítu treyjunni. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“Verður hlegið á Þjóðhátíð Svo fór að Gunnar Heiðar fór til „sænska pabba síns“, eins og hann orðar það. Um er að ræða Svíann Jan Anderson sem fékk Gunnar til Halmstad 2004 og svo til Norrköping 2011. „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar.Getum unnið bikarinn Framherjinn öflugi, sem á að baki 24 leiki og 5 mörk fyrir íslenska A-landsliðið, fór frá Norrköping til Konyaspor í Tyrklandi 2013 en hlutirnir gengu ekki upp þar og fór hann aftur til Svíþjóðar til Häcken. Nú er hann spenntur fyrir því að koma heim. „Þó að þetta líti ekki vel út í deildinni hjá ÍBV þá er liðið komið í undanúrslit bikarsins þannig ÍBV gæti alveg unnið bikar í ár,“ segir Gunnar Heiðar jákvæður. Hann upplifir drauminn með því að snúa aftur, en Gunnar hefur náð að gera flest allt sem hann ætlaði sér á sínum ferli.Allt gekk upp „Þegar ég fór út fyrir ellefu árum langaði mig að vera í mörg ár í atvinnumennsku og koma svo heim með þá reynslu og miðla til félagsins og leikmannanna. Það gekk allt upp sem mig langaði að gera. Krossalistinn minn er kláraður,“ segir Gunnar Heiðar. Hann er þó ekki kominn heim til að slaka á, þvert á móti langar hann að lyfta bikar með Eyjaliðinu áður en hann hættir. „Það er bara eitt eftir og það er að vinna eitthvað með ÍBV. Ég lenti tvívegis í öðru sæti og komst tvisvar í undanúrslit bikarsins en nú er kominn tími á að vinna eitthvað. Ég hætti ekki fyrr en ég vinn eitthvað með ÍBV,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira