Óskalandið sviðin Jörð Gísli Sigurðsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar