AGS segir Grikki þurfa mun meiri aðstoð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka í Þýskalandi lýstu yfir óánægju sinni með störf fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble í gær. nordicphotos/afp Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðisríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki fullnægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningnum. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolfgang Schäuble um að haga sér á virkilega hættulegan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðarhagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent