Höfuðkúpunni af leikstjóranum Friedrich Wilhelm Murnau var stolið úr gröf hans í Þýskalandi á dögunum.
Lögreglan í Þýskalandi telur að höfuðkúpunni hafi verið stolið á milli 4. og 12. júlí. Lögreglan hefur kallað eftir vitnum sem gætu varpað ljósi á grunsamlegar mannaferðir í Stahnsdorf-kirkjugarðinum sem er í úthverfi Berlínar.
Murnau var einn frægasti leikstjóra svarthvíta tímabilsins í Hollywood en hans allra þekktasta verk er vampírumyndin Nosferatu, sem kom út árið 1922. Murnau lést í bílslysi í Kaliforníu árið 1931.
