Draumur um öflugt samstarf milli leikskóla og Barnaverndar Nichole Leigh Mosty skrifar 28. júlí 2015 06:00 Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að sjá umfjöllun Fréttablaðsins um Barnavernd Reykjavíkur og starfsemi hennar í tengslum við leikskólana. Ég þarf samt að viðurkenna að margt í þessari frétt kom mér á óvænt varðandi hugsanlegar orsakir fyrir því að of fáar tilkynningar berast frá leikskólum. Lengi hefur verið þörf á slíkri umræðu og samtali sem leitt getur af sér breytingu innan kerfisins. Ég hef aldrei óttast viðbrögð foreldra þegar ég hef sent frá mér tilkynningu. Það hefur ávallt verið mín vænting um að eitthvað yrði gert til þess að styðja við fjölskyldu sem þarf á hjálp að halda. Því miður er staðreyndin oft önnur. Allt of sjaldan fæ ég upplýsingar frá hendi Barnaverndar um hvað hefur verið gert eða hvort mál hefur verið tekið fyrir þar. Þegar ég sendi frá mér tilkynningu þá fá foreldrar að vita að það var ég sem sendi inn tilkynningu. Sem betur fer er ég óhrædd við að ræða opinskátt við foreldra um mínu tilkynningarskyldu og í sama augnabliki sýna umhyggju fyrir velferð barna og fjölskyldunnar. Ég tel, og er ekki ein um þessa skoðun, að leikskólar séu hluti af úrræðum í tengslum við vanrækslu barna. Þetta eru úrræði sem ganga lengra en eingöngu að tilkynna áhyggjur okkar og vitneskju um hagi barna. Við erum aðilar sem erum í einstakri aðstöðu til að vinna með fjölskyldum daglega. Við getum veitt foreldrum bæði stuðning og upplýsingar um mataræði, tannvernd, hreyfingu, hreinlæti, aðstoð við aga og heilsusamlegt uppeldi. Upplifun flestra leikskólakennara er að upplýsingastreymi varðandi mál Barnaverndar sé í eina átt þar sem við erum ekki hluti af lausninni. Það er frekar sárt að heyra að ástæðan vegna þessa eru lög sem varða trúnaðarskyldu. Lögin ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir öflugt samstarf milli aðila sem eru hvort eð er bundnir trúnaði og skyldum til þess að gæta að velferð barna. Trúnaðarskyldan er einn mikilvægasta ábyrgðarþátturinn í okkar störfum, bæði hjá Barnavernd og í leikskólum. Trúnaður er oftast forsenda fyrir því trausti sem ríkir milli heimila og skóla. Okkur er treyst fyrir velferð barna og fjölskyldna. Okkur er treyst fyrir faglegu samstarfi til þess að styðja við þau erfiðu málefni sem fólk þarf að takast á við þegar það kemur að uppeldi og menntun barnanna. Fyrir þremur árum kynnist ég öflugum skóla í Corby í Bretlandi sem heitir Pen Green Family and Children's Center and Research Base. Um er að ræða leikskóla og fjölskyldumiðstöð sem er byggð á faglegu samstarfi milli velferðar- og menntasviða innan sveitarfélagsins. Gott samstarf milli félagsráðgjafa, barnaverndar, leikskólakennara og foreldra er fordæmi sem ég heillaðist mjög af. Þegar áhyggjur eða grunur er um slæman aðbúnað eða lakar aðstæður barna sem kalla á barnaverndarafskipti hjá Pen Green er sett af stað teymi með öflugu þverfaglegu samstarfi. Allt það fagfólk sem ég hef nefnt hér sest saman við borðið og ræðir stöðu málsins, hver geri hvað og í hvaða tilgangi. Úrræði eru fjölþætt og mótuð út frá barni og fjölskyldu í neyð, ekki út frá úrræðum sem eru til í kerfinu. Eftirfylgni er sinnt af öllum aðilum og traust ríkir milli fagmanna og fjölskyldunnar. Í Pen Green er kerfi sem er byggt á þverfaglegu og gagnkvæmu samstarfi þar sem trúnaður liggur til grundvallar í teyminu. Mig dreymir um þann dag þegar ég sit við slíkt borð, dag þegar það er ekki lengur hægt að segja: Ég hef ekki gert nóg. Dag þar sem ég mun starfa með Barnavernd í lausnarleit og við stuðning við fjölskyldu. Vonandi verður umfjöllun Fréttablaðsins til þess að ýta af stað breytingu þar sem samstarf verður skoðað og við náum að bæta samstarf okkar kerfa til hagsbóta fyrir fjölskyldur og börn.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun