Er ástæða til að verðlauna íslenska bankastjórnendur? Skjóðan skrifar 29. júlí 2015 10:30 Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira