Gamlar minjar eða nýjar minjar Hólmsteinn S. Rósbergsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun