Segir dagforeldrakerfið leið til að leysa óþolandi ástand Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Þingmaður VG segir ástandið vera óþolandi fyrir foreldra vísir/vilhelm „Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira