Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar Ingvar Haraldsson skrifar 4. ágúst 2015 09:00 gay pride Lára segir að það þýði lítið fyrir Íslendinga að gefa sig út fyrir frjálslyndi ef samkynhneigð hjón geti ekki skilið hér á landi.fréttablaðið/vilhelm Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira