FH-ingar búnir að falla á stóru prófunum undanfarna tvo mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Vísir/Andri Marinó FH og Heimir Guðjónsson fá annað tækifæri á móti gamla læriföðurnum í kvöld þegar Ólafur Jóhannesson og hans menn í Val koma í heimsókn í Kaplakrikann. Þarna mætast liðin í 1. og 3. sæti Pepsi-deildarinnar – lið sem gætu haft sætaskipti vinni Valsmenn stóran sigur í leik kvöldsins. Valsmenn unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, sem var fyrsta af mörgum stórum prófum sem FH-ingar hafa lent í vandræðum með í deild og bikar í sumar. FH-ingar hafa síðan spilað fjóra stórleiki í röð án þess að ná að fagna sigri og hafa þar af tapað tvisvar fyrir KR-ingum, í bæði deild og bikar. Það má sjá yfirlit yfir leikina hér fyrir neðan. Í báðum jafnteflisleikjum FH-liðsins, á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar og spútnikliði Breiðabliks lentu FH-ingar undir en náðu að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik. Jöfnunarmarkið gegn Blikum kom í uppbótartíma. Valsmenn hjálpa bæði sjálfum sér og KR-ingum með sigri í kvöld en sigur kæmi Hlíðarendaliðinu upp að hlið FH á sama tíma og KR-ingar gætu náð þriggja stiga forskoti með sigri á Fjölni í Grafarvogi. FH-ingar þurfa hins vegar að fara að sýna að þeir geti klárað stóru leikina ætli þeir að endurheimta Íslandsbikarinn í Kaplakrika. Ólíkt KR og Val, sem mætast í bikarúrslitaleiknum í ár, þá er Íslandsmótið eini möguleiki FH-liðsins á titli í ár. Það hefur lítið gengið á stóra sviðinu og nú er að sjá hvort það verður saga sumarsins eða hvort FH-ingar ætla loksins að sýna klærnar í stórleik. Það fer annars heil umferð fram í kvöld og eftir hana eiga liðin aðeins sjö leiki eftir af tímabilinu. Spennan er því farin að aukast verulega í baráttunni á toppi og botni Pepsi-deildarinnar. Leikur ÍBV og Fylkis hefst klukkan 18.00 en klukkan 19.15 fara síðan fram eftirtaldir leikir: Víkingur-ÍA, Breiðablik-Keflavík, Fjölnir-KR, Leiknir-Stjarnan og loks leikur FH og Vals sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 22.00 gerir Hörður Magnússon síðan upp umferðina í Pepsi-mörkunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
FH og Heimir Guðjónsson fá annað tækifæri á móti gamla læriföðurnum í kvöld þegar Ólafur Jóhannesson og hans menn í Val koma í heimsókn í Kaplakrikann. Þarna mætast liðin í 1. og 3. sæti Pepsi-deildarinnar – lið sem gætu haft sætaskipti vinni Valsmenn stóran sigur í leik kvöldsins. Valsmenn unnu sannfærandi 2-0 sigur í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda, sem var fyrsta af mörgum stórum prófum sem FH-ingar hafa lent í vandræðum með í deild og bikar í sumar. FH-ingar hafa síðan spilað fjóra stórleiki í röð án þess að ná að fagna sigri og hafa þar af tapað tvisvar fyrir KR-ingum, í bæði deild og bikar. Það má sjá yfirlit yfir leikina hér fyrir neðan. Í báðum jafnteflisleikjum FH-liðsins, á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar og spútnikliði Breiðabliks lentu FH-ingar undir en náðu að tryggja sér jafntefli í seinni hálfleik. Jöfnunarmarkið gegn Blikum kom í uppbótartíma. Valsmenn hjálpa bæði sjálfum sér og KR-ingum með sigri í kvöld en sigur kæmi Hlíðarendaliðinu upp að hlið FH á sama tíma og KR-ingar gætu náð þriggja stiga forskoti með sigri á Fjölni í Grafarvogi. FH-ingar þurfa hins vegar að fara að sýna að þeir geti klárað stóru leikina ætli þeir að endurheimta Íslandsbikarinn í Kaplakrika. Ólíkt KR og Val, sem mætast í bikarúrslitaleiknum í ár, þá er Íslandsmótið eini möguleiki FH-liðsins á titli í ár. Það hefur lítið gengið á stóra sviðinu og nú er að sjá hvort það verður saga sumarsins eða hvort FH-ingar ætla loksins að sýna klærnar í stórleik. Það fer annars heil umferð fram í kvöld og eftir hana eiga liðin aðeins sjö leiki eftir af tímabilinu. Spennan er því farin að aukast verulega í baráttunni á toppi og botni Pepsi-deildarinnar. Leikur ÍBV og Fylkis hefst klukkan 18.00 en klukkan 19.15 fara síðan fram eftirtaldir leikir: Víkingur-ÍA, Breiðablik-Keflavík, Fjölnir-KR, Leiknir-Stjarnan og loks leikur FH og Vals sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 22.00 gerir Hörður Magnússon síðan upp umferðina í Pepsi-mörkunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira