Engin formleg yfirlýsing borist frá Rússum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Hingað til hefur Ísland verið undanþegið viðskiptaþvingunum Rússa. Fréttablaðið/AFP Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt. Alþingi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Birgir ármannsson „Það er ekki mín afstaða að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta ári í þessum efnum,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Fyrir það fyrsta er staðan sú að Ísland tók þá ákvörðun strax vorið 2014 þegar ríki, bæði innan Evrópu og í Norður-Ameríku, ákváðu að bregðast við innlimun Krímskaga og ágangi Rússa í Austur-Úkraínu með ákveðnum þvingunaraðgerðum. Þá var tekin sú ákvörðun að Ísland myndi eiga samleið með þeim ríkjum sem það gerðu og ég tel ekki að það séu komnar fram þær forsendur til að breyta þeirri ákvörðun,“ segir hann. Í gær greindi Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, að til skoðunar væri að fjölga þeim ríkjum sem Rússland beitir viðskiptaþvingunum. Ísland hefur hingað til stutt viðskiptaþvinganir bandamanna sinna gagnvart Rússlandi. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í stöðuuppfærslu á Facebook á laugardaginn að Ísland ætti að hætta að styðja viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Utanríkismálanefnd stefnir á að fjalla um málið á morgun. Birgir segir að í sjálfu sér hafi engin formleg yfirlýsing eða skilaboð komið frá rússneskum stjórnvöldum til þeirra íslensku en engu að síður miklir hagsmunir í húfi. „Þarna er um að ræða mikla hagsmuni sem við þurfum að fylgjast með og til þess er einmitt fundur utanríkismálanefndar á fimmtudaginn hugsaður, við munum reyna að fá fram stöðuna hvað það varðar.“ Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni hans er enn verið að leita svara í Moskvu og hjá rússneska sendiráðinu um hvort viðskiptaþvingunum verði beitt.
Alþingi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira