Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. ágúst 2015 07:00 Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira