Brúum bilið! Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og löngu tímabært að taka af festu á því máli. Ungar barnafjölskyldur glíma við vandann á einstaklingsgrunni, með aðkomu dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða hjálp fjölskyldu og ættingja. Ekkert heildstætt kerfi tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir og úr því þarf að bæta eins fljótt og við verður komið til þess að Ísland verði aðlaðandi kostur fyrir barnafjölskyldur. Á dögunum kom út skýrsla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýrslan er unnin á grundvelli þingsályktunartillögu frá þingflokki VG sem samþykkt var á Alþingi í desember 2013. Skýrslunni ber að fagna enda má greina í henni eindreginn samhljóm meðal ríkis og sveitarfélaga um að nú þurfi að stíga næstu skref. Í skýrslunni kemur fram að þótt sveitarfélög séu ekki öll jafn vel í stakk búin til að sinna þessum málaflokki er þörfin ótvíræð. Rannsóknir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að börn njóti leikskólavistar og að um sé að ræða verulegan faglegan ávinning fyrir yngstu börnin að vera í góðum leikskólum með vel menntuðu starfsfólki. Þetta eigi sérstaklega við um börn með seinkaðan þroska, börn sem búa við bága félagslega stöðu og börn af erlendum uppruna. Þannig má öllum vera ljóst að með leikskólastarfi fyrir yngstu börnin er stuðlað með skýrum hætti að félagslegum jöfnuði. Að sjálfsögðu er um að ræða stórt og umsvifamikið verkefni þar sem huga þarf að húsnæðisþörf, starfsfólki og kostnaðarauka, og þá um leið fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ekki verður við það unað að svo mikilvægt verkefni falli milli skips og bryggju vegna togstreitu þar sem ríki og sveitarfélög takast á um fjármuni. Öll erum við skattgreiðendur og höfum falið ríki og sveitarfélögum það sameiginlega hlutverk að byggja undir og drífa áfram öflugt samfélag í þágu heildarinnar. Í fyrrnefndri skýrslu er sérstaklega fjallað um alþjóðlegan samanburð en þar er bent á að á Íslandi er fæðingarorlof tiltölulega stutt og skylda sveitarfélaga til að bjóða upp á leikskólavist ekki nægilega vel skilgreind í lögum. Á þessu þarf að gera bragarbót. Aftur á móti er tiltölulega almennt og mikið aðgengi að íslenska leikskólanum og þar eru gerðar ríkar faglegar kröfur sem bæði koma fram í námskrá og menntun kennara. Skýrslan er efnismikil og vel unnin en nú þarf að fylgja henni eftir. Þar þurfa ráðherrar menntamála og félagsmála að sýna pólitískan vilja sinn og ríkisstjórnarinnar til góðra verka. Fæðingarorlof þarf að lengja og leikskólann þarf að efla. Rökin liggja fyrir og þörfin blasir við.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun