

Ekki meira rugl!
Ákall um lýðræði sem virkar
Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka.
Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera.
Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!
Uppstokkun nauðsynleg
Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki.
Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.
Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli
Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara.
Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan?
Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang.
Skoðun

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar

Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Hverjum þjónar nýsköpunin?
Halldóra Mogensen skrifar

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar