Ekki meira rugl! Gunnar Axel Axelsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almannahagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim forsendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raunverulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að.Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almannahagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim forsendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raunverulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að.Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun