Ekki meira rugl! Gunnar Axel Axelsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almannahagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim forsendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raunverulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að.Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsenda virks fulltrúalýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almannahagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim forsendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raunverulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að.Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjósenda gagnvart gömlu stjórnmálaflokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjákvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvikum virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýnilegir sérhagsmunir eða að íslenskir stjórnmálamenn telji sig einfaldlega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endurspegli langvarandi og uppsafnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virðast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvínandi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokkanna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar!Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönnum aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvernig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarnir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um forystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslenskum stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang.Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Það er hin formlega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykilhlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í landinu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynlegum lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðubúið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun