Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 11:01 Líklegt er að olíuverð muni halda áfram að lækka. vísir/getty Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna. Það er lægsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna frá því árið 2003. Verðið rétti síðar örlítið úr kútnum og stendur nú í rétt rúmum 28 dollurum. Verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær. Aflétting bannsins var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni. Í gær staðfesti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin að Íran hefði uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir afléttingu bannsins. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð eykst um allt að hálfa milljón tunna á dag. Kjósi þeir að selja hluta af olíubirgðum landsins gæti sú tala náð milljón tunnum aukalega sem hefði enn meiri áhrif á olíuverðið. Varabirgðir landsins eru áætlaðar þær fjórðu stærstu í heiminum en sérfræðingar telja að til standi að koma hluta þeirra á markað. Í gegnum tíðina hafa Samtök olíuríkja, OPEC, brugðist við offramboði með því að hægja á framleiðslu en slíkar tillögur hafa verið felldar að undanförnu. Sádi-Arabía hefur mælt einna mest gegn slíkum tillögum. Það er mat sérfræðinga að olíuverð gæti haldið áfram að falla á næstu tveimur árum. Það má rekja til aðstæðna á mörkuðum í Evrópu og Kína en eftirspurn þar hefur minnkað að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Tengdar fréttir Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna. Það er lægsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna frá því árið 2003. Verðið rétti síðar örlítið úr kútnum og stendur nú í rétt rúmum 28 dollurum. Verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær. Aflétting bannsins var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni. Í gær staðfesti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin að Íran hefði uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir afléttingu bannsins. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð eykst um allt að hálfa milljón tunna á dag. Kjósi þeir að selja hluta af olíubirgðum landsins gæti sú tala náð milljón tunnum aukalega sem hefði enn meiri áhrif á olíuverðið. Varabirgðir landsins eru áætlaðar þær fjórðu stærstu í heiminum en sérfræðingar telja að til standi að koma hluta þeirra á markað. Í gegnum tíðina hafa Samtök olíuríkja, OPEC, brugðist við offramboði með því að hægja á framleiðslu en slíkar tillögur hafa verið felldar að undanförnu. Sádi-Arabía hefur mælt einna mest gegn slíkum tillögum. Það er mat sérfræðinga að olíuverð gæti haldið áfram að falla á næstu tveimur árum. Það má rekja til aðstæðna á mörkuðum í Evrópu og Kína en eftirspurn þar hefur minnkað að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.
Tengdar fréttir Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00
Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15
Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53