Heimir: Diego hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 13:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig fyrir leik. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. „Eins og í verkefninu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þá notum við þetta verkefni til að gefa mönnum tækifæri til vinna með okkur, kynnast landsliðsumgjörðinni, sýna sig og sanna. Þetta eru allt áhugaverðir leikmenn og eins og fyrir leikina í Abu Dhabi og Dubai, þá erum við auðvitað að undirbúa okkur fyrir EM í Frakklandi, en um leið að undirbúa komandi undankeppni fyrir HM 2018," segir Heimir í viðtalinu. Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson. Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik. Sjá einnig:Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson. Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby – markvörðurinn Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason. „Við erum alltaf að leitast við að breikka hópinn og það er mikilvægt að skoða sem flesta. Þarna erum við að velja marga spennandi leikmenn sem hafa staðið sig vel heima á Íslandi, t.d. Ævar Inga (Jóhannesson) og Aron (Sigurðarson), báðir flottir og kraftmiklir leikmenn með hæfileika. Þeir eru tveir nýliðar af fimm í hópnum. Aron Elís hefur verið að standa sig vel með U21 liðinu og er spennandi kostur," segir Heimir. Nýliðarnir í liðinu eru Diego Jóhannesson (fæddur 1993), Hjörtur Hermannsson (fæddur 1995), Aron Sigurðarson (fæddur 1993), Ævar Ingi Jóhannesson (fæddur 1995) og Aron Elís Þrándarson (fæddur 1994). „Hjörtur Hermannsson fékk leyfi frá PSV til að koma í þetta verkefni, okkur finnst hann virkilega spennandi leikmaður, eins og Diego Jóhannesson, sem er nú kominn með íslenskt vegabréf og er því gjaldgengur í landsliðið. Diego er að standa sig vel með sínu félagsliði, sem er í toppbaráttu næst efstu deildarinnar á Spáni, og hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu. Við höfum fylgst með honum, tökum hann inn í hópinn núna og skoðum eins og aðra leikmenn," sagði Heimir.Sjá einnig:Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Eiður Smári Guðjohnsen er langreyndasti leikmaður íslenska hópsins með 83 leiki en þeir Birkir Már Sævarsson (54 leikir) og Ari Freyr Skúlason (39) koma næstir. Gunnleifur Gunnleifsson (26), Arnór Smárason (17) og Hallgrímur Jónasson (14) eru hinir sem hafa spilað fleiri en tíu landsleiki. „Í hópnum eru auðvitað ekki eingöngu nýliðar, því við erum með býsna reynslumikla leikmenn líka, til dæmis Eið Smára og bakverðina sem léku stórt hlutverk í undankeppni EM, þá Ara Frey og Birki Má. Þarna eru líka fleiri reynsluboltar eins og Gunnleifur og Hallgrímur Jónasson, þannig að kjölfestan í hópnum er traust. Jón Guðni, Gummi Tóta og Kiddi Steindórs hafa verið með okkur áður. Rúnar Már, Garðar Gunnlaugs og Kjartan Henry voru með okkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Við erum með fína blöndu af nýliðum og svo reynslumeiri leikmönnum. Það verður áhugavert að sjá alla þessa leikmenn," segir Heimir en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar. 28. desember 2015 06:00 KSÍ hefur ekki haft samband við Diego Diego Johannesson dreymir um að spila fyrir íslenska landsliðið. 18. desember 2015 08:26 Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, er í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands í tilefni af því að hann og Lars Lagerbäck eru búnir að velja leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjamönnum sem fer fram 31. janúar næstkomandi. „Eins og í verkefninu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þá notum við þetta verkefni til að gefa mönnum tækifæri til vinna með okkur, kynnast landsliðsumgjörðinni, sýna sig og sanna. Þetta eru allt áhugaverðir leikmenn og eins og fyrir leikina í Abu Dhabi og Dubai, þá erum við auðvitað að undirbúa okkur fyrir EM í Frakklandi, en um leið að undirbúa komandi undankeppni fyrir HM 2018," segir Heimir í viðtalinu. Af 18 leikmönnum í hópnum leika fjórir með íslenskum félagsliðum, þar af nýliðarnir Ævar Ingi Jóhannesson og Aron Sigurðarson. Gunnleifur Gunnleifsson var í landsliðshópnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eins og Garðar Gunnlaugsson, sem lék þar sinn fyrsta A-landsleik. Sjá einnig:Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Fjórir leikmenn koma frá Danmörku, þar á meðal liðsfélagarnir frá OB, þeir Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson. Sex leikmenn koma frá Svíþjóð, þar af þrír frá Hammarby – markvörðurinn Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason. „Við erum alltaf að leitast við að breikka hópinn og það er mikilvægt að skoða sem flesta. Þarna erum við að velja marga spennandi leikmenn sem hafa staðið sig vel heima á Íslandi, t.d. Ævar Inga (Jóhannesson) og Aron (Sigurðarson), báðir flottir og kraftmiklir leikmenn með hæfileika. Þeir eru tveir nýliðar af fimm í hópnum. Aron Elís hefur verið að standa sig vel með U21 liðinu og er spennandi kostur," segir Heimir. Nýliðarnir í liðinu eru Diego Jóhannesson (fæddur 1993), Hjörtur Hermannsson (fæddur 1995), Aron Sigurðarson (fæddur 1993), Ævar Ingi Jóhannesson (fæddur 1995) og Aron Elís Þrándarson (fæddur 1994). „Hjörtur Hermannsson fékk leyfi frá PSV til að koma í þetta verkefni, okkur finnst hann virkilega spennandi leikmaður, eins og Diego Jóhannesson, sem er nú kominn með íslenskt vegabréf og er því gjaldgengur í landsliðið. Diego er að standa sig vel með sínu félagsliði, sem er í toppbaráttu næst efstu deildarinnar á Spáni, og hefur sýnt því mikinn áhuga að leika með íslenska landsliðinu. Við höfum fylgst með honum, tökum hann inn í hópinn núna og skoðum eins og aðra leikmenn," sagði Heimir.Sjá einnig:Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Eiður Smári Guðjohnsen er langreyndasti leikmaður íslenska hópsins með 83 leiki en þeir Birkir Már Sævarsson (54 leikir) og Ari Freyr Skúlason (39) koma næstir. Gunnleifur Gunnleifsson (26), Arnór Smárason (17) og Hallgrímur Jónasson (14) eru hinir sem hafa spilað fleiri en tíu landsleiki. „Í hópnum eru auðvitað ekki eingöngu nýliðar, því við erum með býsna reynslumikla leikmenn líka, til dæmis Eið Smára og bakverðina sem léku stórt hlutverk í undankeppni EM, þá Ara Frey og Birki Má. Þarna eru líka fleiri reynsluboltar eins og Gunnleifur og Hallgrímur Jónasson, þannig að kjölfestan í hópnum er traust. Jón Guðni, Gummi Tóta og Kiddi Steindórs hafa verið með okkur áður. Rúnar Már, Garðar Gunnlaugs og Kjartan Henry voru með okkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Við erum með fína blöndu af nýliðum og svo reynslumeiri leikmönnum. Það verður áhugavert að sjá alla þessa leikmenn," segir Heimir en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar. 28. desember 2015 06:00 KSÍ hefur ekki haft samband við Diego Diego Johannesson dreymir um að spila fyrir íslenska landsliðið. 18. desember 2015 08:26 Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Vill spila fyrir Ísland sem Íslendingur Spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson vill ólmur komast í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann spilar með Real Oviedo í spænsku 2. deildinni og vonast til að komast á EM með strákunum okkar í sumar. 28. desember 2015 06:00
KSÍ hefur ekki haft samband við Diego Diego Johannesson dreymir um að spila fyrir íslenska landsliðið. 18. desember 2015 08:26
Diego Jóhannesson valinn í landsliðið í fyrsta sinn Spænski Íslendingurinn fer með íslenska landsliðinu til Bandaríkjanna í lok mánaðar. 25. janúar 2016 12:30