Innlent

Búast við stormi á morgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/PJetur
Búist er við stormi við suðausturströndina í fyrramálið og norðvestan til síðdegis á morgun. Samkvæmt Veðurstofu Íslands eru horfur næsta sólarhringinn á þann veg að búist er við vaxandi norðaustanátt og þykknar upp. 18 til 23 m/s NV-til á morgun og einnig við SA-ströndina um tíma, annars verði vindurinn mun hægari.

Víða er spá snjókomu eða él á morgun, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Þá mun draga úr frosti á morgun, núll til tíu stig, en minnst syðst.

Þar að auki segir á vef Veðurstofunnar að reikna megi með snjókomu eða skafrenningi og versnandi akstursskilyrðum á Vestfjörðum og snörpum vindhviðum á SA-landi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðan 8-13 m/s og él, en úrkomulítið sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig, minnst syðst.

Á miðvikudag: Norðvestan 8-13 m/s og dálítil él NA-lands, en annars hægari og úrkomulítið. Gengur í austan 13-18 með snjókomu SV-til um kvöldið. Talsvert frost.

Á fimmtudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt með snjókomu eða éljum, síst þó NA-lands. Áfram kalt í veðri.

Á föstudag og laugardag: Hvöss norðan- og norðaustnátt og snjókoma eða éljagangur, einkum fyrir norðan og austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×