Við erum höfð að fíflum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun