Við erum höfð að fíflum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 07:00 Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu. En svo ávarpaði sakleysisleg fimmtán ára stúlka Bandaríkjaþing og allt breyttist. „Ég sá írakska hermenn ráðast inn í spítala með byssur,“ sagði kjökrandi stúlkan sem var aðeins kynnt sem Nayirah frá Kúveit. „Þeir tóku börnin úr hitakössunum, stálu kössunum og skildu börnin deyjandi eftir á köldu gólfinu.“ Almenningur studdi nú hernað. Persaflóastríðið var háð með Bandaríkin í broddi fylkingar. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að bandarískur almenningur hafði verið hafður að fífli. Framburður stúlkunnar var uppspuni. Nayirah bjó í Bandaríkjunum og var dóttir sendiherra Kúveit í Washington. Sagan af skepnuskap írakskra hermanna var samin af bandarísku almannatengslafyrirtæki að tilhlutan stjórnvalda í Kúveit.Hvað gengur Kára til?Ég sat við tölvuna, við það að kvitta undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar til stuðnings íslensku heilbrigðiskerfi, þegar Nayirah rifjaðist upp fyrir mér. Ég kippti að mér höndunum. Í nýrri bók eftir bandaríska heimspekinginn James Garvey er því haldið fram að það sé ekki rökhugsun sem stýri ákvörðunum okkar og gjörðum, heldur tilfinningar. Óprúttnir aðilar færa sér þessa staðreynd stöðugt í nyt. Auglýsingastofur, almannatenglar, þrýstihópar, stórfyrirtæki og jafnvel góðgerðarstofnanir nota nýjustu rannsóknir á sviði sálfræði til að fá okkur á sitt band. Er þetta gert af svo mikilli leikni að við tökum ekki einu sinni eftir því að verið er að hafa áhrif á okkur. Margir hafa stigið fram og látið í ljós efasemdir um málstað Kára Stefánssonar. „Hvaðan á peningurinn að koma?“ spyrja stjórnarliðar háðslega. „Er Kári byrjaður í kosningaherferð fyrir forsetaembættið?“ „Já, hvaðan eiga þessir peningar að koma?“ fnæsti ég og sveiflaðist snögglega í hina áttina eins og strá í vindi. „Hvað gengur Kára til? Er verið að hafa mig að fífli?“ En skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds.Dauðans alvaraSamkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata síðla síðasta ár vilja meira en 90% landsmanna að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill að gerð sé á þeim bragarbót. Tölurnar tala sínu máli. Biðlistar eru gott dæmi. Í nýlegri greinargerð frá Landlæknisembættinu kemur fram að í flestum tilfellum þarf helmingur sjúklinga að bíða lengur eftir aðgerð en alþjóðleg viðmið segja til um. Stundum eru það átta af hverjum tíu. Tortryggni mín var réttmæt. Það var verið að spila með mig. Hinn seki var hins vegar ekki sá sem ég hafði talið í fyrstu. Í stað þess að hlusta á vilja þjóðarinnar og leggja drög að úrbótum á heilbrigðiskerfinu hafa þingmenn stjórnarflokkanna keppst við að slá ryki í augu fólks. Ráðamenn þjóðarinnar, með forsætisráðherra fremstan í flokki, nálgast umræðuna um heilbrigðiskerfið eins og hafin sé einhver Morfískeppni og sá vinnur sem kjaftar hinn í kaf. En þetta er enginn leikur. Heilbrigðiskerfið er dauðans alvara. Bókstaflega.ÞvættingurSíðustu misseri höfum við ítrekað heyrt sögur af fólki sem bíður eftir að komast í aðgerðir, fær ekki lyf, kemst ekki í réttu tækin eða liggur frammi á göngum Landspítalans vegna plássleysis bugað af fjárhagsáhyggjum því hlutdeild þess í kostnaði við meðferð er svo há. Ekkert bendir til þess að þessar sögur séu áróður, skáldskapur sem saminn var til að greiða götu Kára Stefánssonar að Bessastöðum. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að ekki séu til peningar til að halda úti almennilegu heilbrigðiskerfi er hins vegar þvættingur. Ef við höfum efni á að svo gott sem gefa auðlindir þjóðarinnar útvöldum, svo ekki sé talað um eignir á við banka og fyrirtæki, höfum við efni á að hjúkra sjúkum. Þess vegna ætla ég að skrifa undir á www.endurreisn.is.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar