Skýrar reglur eru forsenda sáttar Hörður Arnarson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun