Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 22. febrúar 2016 20:32 Frá vinstri: Þau Henry Cavill, Gal Gadot og Ben Affleck verða öll meðal leikara í Justice League. Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska stórmyndin Justice League verður að hluta til tekin upp hér á landi. Þetta kemur fram í frétt á vef Entertainment Weekly í dag. Justice League er ofurhetjumynd af stærstu gerð og koma þar allar helstu ofurhetjur DC-Comics, svo sem Ofurmennið, Leðurblökumaðurinn og Undrakonan, við sögu. Myndinni er ætlað að vera nokkurs konar svar við Avengers-myndabálk Marvel, sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár.Að því er kemur fram í frétt Entertainment Weekly hefjast tökur á myndinni þann 11. apríl næstkomandi. Þær fara að mestu leyti fram á Englandi en einnig hér á landi. Undirbúningur myndarinnar hefur lengi staðið yfir og til að mynda var búið að ráða George Miller, leikstjóra Mad Max-myndanna, til að leikstýra slíkri mynd árið 2007 en hætta þurfti við á síðustu stundu vegna verkfalls handritshöfunda vestanhafs. Kvikmyndin Batman v. Superman: Dawn of Justice er væntanleg í kvikmyndahús í næsta mánuði en þar eru kynntar til sögunnar fjölmargar af þeim ofurhetjum sem skipa stórskotaliðið í Justice League. Leikarar þeirrar myndar, Henry Cavill, Ben Affleck, Gal Gadot og fleiri, munu aftur fara með aðahlutverkin í Justice League og þá verður leikstjórinn Zack Snyder sömuleiðis áfram við stjórnvölinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey. 20. september 2015 13:24
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein