Handbolti

Sigurbergur sterkur er Holstebro jók forskotið á toppnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. vísir/ernir
Það gekk vel hjá Íslendingaliðunum í danska handboltanum í seinni leikjum kvöldsins.

Sigurbergur Sveinsson skoraði fimm mörk úr tíu skotum fyrir topplið Team Tvis Holstebro sem vann sannfærandi útisigur, 23-30, á sterku liði Álaborgar. Egill Magnússon komst ekki á blað.

Holstebro er með þriggja stiga forskot á toppnum þar sem Skjern gerði aðeins jafntefli í kvöld.

Mors-Thy vann einnig sannfærandi sigur er liðið fékk Skive í heimsókn. Lokatölur þar 27-23.

Guðmundur Árni Ólafsson öflugur í horninu hjá Mors--Thy en hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum. Róbert Aron Hostert tók eitt skot í leiknum en náði ekki að skora.

Mors-Thy er í tíunda sæti deildarinnar af fjórtán liðum þar sem Skive er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×