Geirfuglasafn Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Náttúran og manneskjan. Órjúfanleg grunnstef íslenskra lista og menningar. Líf okkar á þessari einstöku eldfjallaeyju norður í Atlantshafi hefur löngum verið samofið náttúrunni, dyntum hennar, gæðum, grimmd og fegurð. Íslensk náttúra er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og eitt af þessum fyrirbærum sem við hömpum á tyllidögum en virðumst gleyma þess á milli nema rétt til þess að hafa af henni gott. Eftir efnahagshrunið þá er það ekki síst íslensk náttúra sem hefur gert íslensku samfélagi kleift að skreiðast á lappir. En þrátt fyrir það virðist okkur ganga illa að sjá og skilja mikilvægi hennar og sérstöðu. Að skilja að án hennar erum við tæpast þjóð á meðal þjóða því hún hefur skapað okkur og mótað í gegnum aldirnar. Hún er órjúfanlegur hluti af því hver við erum og getum orðið. Þetta skeytingarleysi okkar gagnvart íslenskri náttúru birtist ekki síst í stöðu íslensks náttúruminjasafns eða öllu heldur fjarveru þess. Árum saman hefur staða Náttúruminjasafns Íslands verið óásættanleg með öllu og í raun okkur öllum sem þjóð til háborinnar skammar. Náttúruminjasafn gæti í reynd verið okkur ómetanlegt við menntum og fræðslu um náttúruna sem er okkur svo mikilvæg og svo kær á tyllidögum. Slíkt safn gæti aukið við þekkingu okkar og skilning á náttúrunni, eðli hennar, eiginleikum og mikilvægi. Á náttúruminjasafni gætum við t.d. skoðað hverju var fórnað með Kárahnjúkavirkjun og öðrum stórframkvæmdum og þannig mætti áfram telja allt til geirfuglsins og flónskunnar sem þurrkaði hann út úr heiminum. Eins og Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, hefur bent á þá er safninu samkvæmt lögum ætlað að vera lykilstofnun á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum með sömu stöðu og hin höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Vandinn er hins vegar að húsnæðisvandi safnsins er slíkur að Náttúruminjasafni er í raun ómögulegt að sinna lögbundnu hlutverki sínu og ekkert þokast til úrbóta. Hugmyndir um náttúrusýningu Perluvina, einkahlutafélags áhugafólks um náttúrusýningu í Perlunni, breyta engu þar um. Að telja sér trú um slíkt er eins og að ráðgera að gott gallerí geti leyst af höndum hlutverk Listasafns Íslands með fullri virðingu fyrir öllum viðkomandi. Eðli, hlutverk og skyldur eru einfaldlega ekki með sama hætti. Perlan er efalítið ágætt húsnæði en allar viðræður við Náttúruminjasafn Íslands eru nú komnar í strand og málið enn og aftur komið á hinn óásættanlega byrjunarreit. Það kann að vera að borgaryfirvöld hafi meiri áhuga á að vinna að slíku verkefni með einkafélagi og taka meira mið af möguleikum í ferðamannaiðnaði í hinni almennu Benidorm-væðingu borgarinnar, samanber t.d. þróun mála í miðborginni, og þá verður svo að vera. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem fer með málefni safnsins. Náttúruminjasafn Íslands verður að vera safn allra landsmanna og því þurfa allir þættir safnsins að taka mið af því. Þess er því óskandi að ráðuneytið hefji þegar í stað kraftmikinn undirbúning að glæsilegu Náttúruminjasafni Íslands, náttúrunni sem og þjóðinni til heilla. Safni sem stendur ekki eins og gleymdur og útdauður geirfugl inni í læstum skáp.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun