Körfubolti

Ingvar: Við erum tilbúin í úrslitakeppnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.
Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka. Vísir/Ernir
„Við vorum flatar í þessum leik og spennustigið var hátt. En við leyfðum öllum að spila og komust allir leikmenn á blað sem er mjög gott. En þetta var vissulega léttir og fyrst og fremst gott að hafa náð heimavallarréttinum,“ sagði Ingvar eftir leikinn í kvöld.

„Það var óþægileg tilfinning að vera bara einu stigi yfir fyrir fjórða leikhluta en við eigum leikmenn sem hafa gert þetta allt margsinnis áður og við kláruðum þetta. Helena steig upp og var frábært í þessum leik.“

Hann segir að liðið sé á góðum stað þrátt fyrir að það hafi gengið á ýmsu í vetur.

Sjá einnig: Rekinn en ráðinn aftur

„Eftir allt sem á undan er gengið er búinn að vera mikill stígandi í þessu hjá okkur og það er frábær andi í hópnum. Við erum tilbúin í þetta.“

„Það er mikil samheldni í hópnum. Við leituðumst eftir því að finna hana eftir að breytingarnar. Stelpurnar hafa verið að spila fyrir hverja aðra og árangurinn er eftir því.“

Hann á von á erfiðri rimmu gegn Grindavík í undanúrslitunum. „Við unnum þær í deildinni en töpuðum í bikarnum og við ætlum ekki að láta það endurtaka sig.“


Tengdar fréttir

Helena: Mjög gott eftir alla dramatíkina

Helena Sverrisdóttir segir að allir leikmenn hafa náð að stíga upp eftir að Chelsie Schweers fór frá Haukum, sem urðu deildarmeistarar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×