Johan Cruyff lést 24. mars síðastliðinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 68 ára gamall.
Johan Cruyff lék í fimm ár með Barcelona-liðinu frá 1973 til 1978 og var síðan einnig þjálfari Katalóníuliðsins í átta ár frá 1988 til 1996.
Johan Cruyff var einn besti fótboltamaður allra tíma en hann var líka mikill fótboltahugsuður sem hafði mikil áhrif á hvernig fótbolta Barcelona hefur spilað síðan að hann var þjálfari liðsins.
Barcelona tók saman stórglæsilegt og metnaðarfullt minningarmyndaband um Johan Cruyff og sýndi það á leikvanginum fyrir leikinn á móti Real Madrid í gær.
Þar mátti sjá margra frábæra fótboltamenn, sem léku undir hans stjórn og hafa sumir orðið mjög farsælir þjálfarar, fara með þekkt ummæli Johan Cruyff í gegnum tíðina. Menn eins og Luis Enrique, Pep Guardiola, Michael Laudrup, Hristo Stoichkov og Ronald Koeman komu fram í myndbandinu sem var afar vel gert.
Barcelona hefur sett myndbandið inn á fésbókarsíðu sína og má sjá það hér fyrir neðan.