Ársfjórðungurinn byrjar illa á hlutabréfamörkuðum heimsins. Eftir að framleiðslutölur undir væntingum birtust í Japan lækkuðu hlutabréf í landinu og olíuverð, og sóttu fjárfestar í auknum mæli í gull og ríkisskuldabréf.
Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkaði í nótt um 3,5 prósent sem er mesta lækkun á einum degi frá því um miðjan febrúar. Í kjölfarið lækkuðu hlutabréf víða í Asíu. Í morgunviðskiptum í Evrópu höfðu hlutabréfavísitölur lækkað um eitt prósent.

