Óþolandi árás á alþjóðalög Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 18. apríl 2016 00:00 Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hernám Marokkó á Vestur-Sahara hefur nú staðið í fjóra áratugi, en Marokkómenn sölsuðu undir sig landið eftir að Spánverjar drógu sig frá þessari fyrrum nýlendu sinni. Framferði Marokkóstjórnar var fordæmt af alþjóðasamfélaginu og hafa Sameinuðu þjóðirnar margítrekað þá afstöðu sína að hernámið sé ólöglegt og að virða beri sjálfsákvörðunarrétt íbúa svæðisins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Vestur-Saharabúa um framtíðarstjórnskipan sína. Árið 1991 var samið vopnahlé í áralangri borgarastyrjöld í landinu milli POLISARIO, sjálfstæðishreyfingar Vestur-Sahara og stjórnarhers Marokkó. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna hélt þá til landsins með það yfirlýsta hlutverk að tryggja frið milli deiluaðila og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um stöðu svæðisins. Frá þeim tíma hefur Marokkóstjórn dregið lappirnar og staðið í vegi fyrir framkvæmd kosninganna. Fyrr á þessu ári dró til tíðinda þegar Ban Ki Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Marokkó og æskti þess að fá að heimsækja hið hernumda landsvæði. Marokkóstjórn hafnaði þeirri beiðni, sem út af fyrir sig er hrópleg ósvífni í garð þessara mikilvægustu alþjóðasamtaka í heimi. Ban Ki Moon lét þetta þó ekki stöðva sig heldur heimsótti flóttamannabúðir Vestur-Saharabúa í Alsír og héruð innan landamæra Vestur-Sahara sem eru á valdi POLISARIO. Á ferðalagi þessu talaði aðalritarinn um hernám Marokkóstjórnar, en slíkt orðalag á sér fyrirmyndir í mörgum samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Marokkó brást ókvæða við ferðalaginu og notaði ummælin sem átyllu til að reka úr landi stóran hluta friðargæsluliðanna. Fyrir utan það að tefla þannig í tvísýnu viðkvæmu vopnahléi, er hér um fordæmalausa og grafalvarlega aðgerð að ræða. Að ríkisstjórn taki einhliða ákvörðun um að víkja úr landi friðargæsluliðum í aðgerð á vegum Sameinuðu þjóðanna er óásættanlegt með öllu. Ban Ki Moon hefur leitað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir einarðri stuðningsyfirlýsingu í þessu máli, en því miður ekki fengið. Ástæðan er sú að Marokkóstjórn er undir verndarvæng Frakka, sem raunar hafa margoft beitt neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu þegar kemur að málefnum Vestur-Sahara. Fyrir smáríki eins og Ísland er það sérstaklega mikilvægt að tryggja að alþjóðalög séu virt og ríkjum líðist ekki að beita aflsmunum gegn nágrönnum sínum. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld láti mál þetta til sín taka og beiti áhrifamætti sínum á alþjóðavettvangi til að tryggja að Marokkóstjórn komist ekki upp með að sýna alþjóðasamfélaginu fyrirlitningu í þessu máli.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun