Handbolti

Strákarnir unnu leiki sína í undankeppninni með samtals 54 marka mun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir unnu til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í fyrra.
Íslensku strákarnir unnu til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í fyrra. mynd/Rasmus Tynander
Íslenska U-20 ára landsliðið í handbolta er komið á EM í Danmörku eftir öruggan 25 marka sigur á Ítölum, 45-20, í morgun.

Ísland vann alla leiki sína í undanriðlinum örugglega og verður því meðal þátttökuliða á lokamótinu í sumar.

Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið miklu sterkari aðilinn í leiknum í dag. Tíu mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 23-13, og í seinni hálfleik dró enn í sundur með þeim.

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Kristján Örn Kristjánsson, Aron Dagur Pálsson og Leonharð Harðarson komu næstir með sex mörk hver.

Ísland vann leikina þrjá í riðlakeppninni með samtals 54 mörkum en liðið vann fimm marka sigur á Póllandi, 31-26, og 24 marka sigur á Búlgaríu, 45-21.

Mörk Íslands:

Óðinn Þór Ríkharðsson 8, Kristján Örn Kristjánsson 6, Aron Dagur Pálsson 6, Leonharð Harðarson 6, Elvar Örn Jónsson 4, Sveinn Jóhannsson 4, Hákon Daði Styrmisson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Egill Magnússon 2, Sturla Magnússon 2, Ýmir Örn Gíslason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×