Innlent

Minnst ellefu útköll vegna ófærðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á Norðausturlandi í gærkvöldi vegna veðurs og færðar. Minnst ellefu útköll voru skráð hjá Lögreglunni á Húsavík í gærkvöldi sem tengdust veðri og ófærð. Snjóað hafði mikið og þar að auki var mikill vindur svo skyggni var mjög slæmt. 

Samkvæmt Vegagerðinni er hálka á Norðausturlandi, snjóþekja og eitthvað um éljagang. Mývatnsöræfi, Dettifossvegur, Hófaskarð og Hálsar eru ófærir.

Einnig er ófært víða á Austurlandi og hálka og hálkublettir á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Greiðfært er þó vegum á Suður- og Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×