„Meira að segja ég hefði hjálpað henni,“ sagði Trump á sínum eigin kosningafundi. Cruz og Trump berjast nú um atkvæði í Indiana, en þriðji frambjóðandinn, John Kasich, hefur dregið sig til hlés þar vegna samkomulags sem hann gerði við Cruz. Þeir ætla að vinna saman að því að reyna að koma í veg fyrir að Trump nái meirihluta kjörmanna.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Ekki eru allir sammála um að Cruz hafi séð fallið.
Fiorina meiddist ekki við fallið, en eins og sjá má á öðru myndbandi var fallið ekki hátt. Þá kom eiginkona Cruz henni strax til bjargar. Fiorina var fljót upp á sviðið aftur.