Innlent

Vilja að ljósmæður geti ávísað getnaðarvörnum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagræði er í að ljósmæður ávísi getnaðarvarnarlyfjum.
Hagræði er í að ljósmæður ávísi getnaðarvarnarlyfjum. vísir/Valli
Embætti landlæknis mælir með að frumvarp um ávísunarrétt ljósmæðra á getnaðarvarnarlyf verði tekið upp aftur á Alþingi og lögunum breytt þannig að ljósmæður fái rétt til þess að ávísa getnaðarvarnarlyfjum.

Landlæknir hefur ítrekað fjallað um rétt ljósmæðra til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum og unnið að því að sá réttur verði viðurkenndur. Frumvarpið var á sínum tíma langt komið í meðförum Alþingis en dagaði uppi, segir í tilkynningu frá embættinu.

Þar segir jafnframt að í nágrannalöndum okkar, meðal annars Svíþjóð, hafi ljósmæður þegar þennan rétt. Embættið viti ekki um neina vankanta á þessu fyrirkomulagi heldur myndi það skapa mikla hagræðingu. Það yrði líka til þess að létta verulegu starfi af læknum, ekki síst heimilislæknum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×