Má bjóða þér eiturefni með jarðaberjabragði? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2016 13:00 Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inniheldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reykingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börnin okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágrannaþjóðum okkar (1,2). Skoðum nokkrar varasamar fullyrðingar sem heyrst hafa um rafrettur. 1. „Rafrettur eru skaðlausar“ Enn er ekki hægt að fullyrða um skaðsemi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt (3). Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttarlaust um skaðsemi rafretta. Þó er það svo að flestir sérfræðingar eru sammála um að þær séu skaðminni en sígarettur. 2. „Rafrettan mun leysa sígarettuna af hólmi“ Góðum árangri í tóbaksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hérlendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettureykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja (4). Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. 3. „Bragðefnin í rafrettum eru saklaus“ Rannsóknir sýna að rafrettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma (5,6,7,8). 4. „Unglingar byrja ekki að nota rafrettur“ Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar (9,10,11,12). Tóbaksfyrirtækin eru nú að yfirtaka rafrettuiðnaðinn (13) og beina agni sínu að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar (14). Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum (15) og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn (16). 5. „Rafrettuvökvinn er ekki slysagildra“ Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbúningi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimmtíufölduðust í USA á fjórum árum (17). Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikótínvökva (18). Ef barn drekkur nikótínvökva getur það valdið öndunarstoppi og dauða. 6. „Nikótín er saklaust“ Nikótín er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá umhverfisstofnun (19). Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisembættisins (20). Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barnsins orðið fyrir varanlegri þroskaskerðingu ásamt því að nikótínið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að unglingar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila (21,22). 7. „Þeir sem anda að sér óbeinum rafrettureyk eru í engri hættu“ Skaðsemi óbeinna sígarettureykinga var staðfest mörgum áratugum eftir að vitað var um skaðsemi beinna reykinga. Rannsóknir sýna að skaðleg efni í rafrettureyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur (23,24). Fleiri rannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Viljum við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðaberjabragði í sælgætisverslunum, einungis til að þóknast reykingarmönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Getur verið réttmæt ástæða fyrir því að 17 læknar og sérfræðingar í tóbaksforvörnum hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu (25) um að vera á varðbergi gagnvart rafrettum? https://ec.europa.eu/health/tobacco/products/index_en.htmhttps://www.gov.uk/guidance/e-cigarettes-regulations-for-consumer-productshttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0091743514003739https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(13)61842-5/abstracthttps://www.fda.gov/ForConsumers/ConsumerUpdates/ucm173401.htmhttps://tobaccocontrol.bmj.com/content/early/2013/03/05/tobaccocontrol-2012-050859.abstracthttps://www.oraloncology.com/article/S1368-8375%2815%2900362-0/abstracthttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22989551https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26811353 https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X15000622https://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=2428954https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X14003103https://www.tobaccotactics.org/index.php/E-cigaretteshttps://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/26781305https://www.cdc.gov/vitalsigns/ecigarette-ads/https://www.bmj.com/content/349/bmj.g5512https://www.jem-journal.com/article/S0736-4679(14)01461-9/abstracthttps://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMc1403843http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Reglugerdir/Efni-og-efnavara/CLP-annex_vi_tafla_3-1.pdfhttps://www.surgeongeneral.gov/library/reports/50-years-of-progress/sgr50-chap-5.pdfhttps://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0749379715000355https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4359356/https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0057987https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1438463913001533/g/2016160109398
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun