Liverpool og Sevilla hafa verið kærð af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna hegðunar stuðningsmanna liðanna á úrslitaleik Evrópudeildar UEFA á miðvikudag.
Liverpool var kært vegnar óláta stuðningsmanna liðsins sem kveiktu einnig á flugeldum. Sevilla var einnig kært vegna óláta stuðningsmanna sinna. Málið verður tekið fyrir í sérstakri aganefnd UEFA þann 21. júlí, en liðin geta mótmælt kærunni.
Lögreglan var kölluð á vettvang en um tuttugu til þrjátíu stuðningsmenn beggja liða lentu í ryskingum fyrir leikinn og réðu öryggisverðir ekki við ástandið.
Sevilla seldi einungis sjö þúsund af níu þúsund miðum sínum en stuðningsmenn Liverpool voru í miklum meirihluta á St. Jakob-Park í Basel.
Lögreglan greindi frá því að enginn af þeim sem slógust hefðu verið handteknir enda engin kvörtun borist frá Basel.
Liverpool og Sevilla kærð

Tengdar fréttir

Fimm silfur Klopps í röð: „Ég held það sé ekki vilji Guðs að ég tapi alltaf úrslitaleikjum“
Jürgen Klopp hefur ekki gengið vel í síðustu úrslitaleikjum með Dortmund og Liverpool.

Hetja Sevilla stráir salti í sár Liverpool-manna
Jorge Andújar Moreno, betur þekktur sem Coke, stal fyrirsögnunum á bæði Englandi og á Spáni á morgun en hann skoraði tvö mörk þegar Sevilla vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.

Ein kjánalegasta bikarlyfting sögunnar | Myndband
Sevilla vann í gær Evrópudeildina í fótbolta þriðja árið í röð eftir 3-1 endurkomusigur á Liverpool í úrslitaleik í Basel í Sviss.

Sturridge skoraði alveg eins mark og Gummi Ben | Myndband
Daniel Sturridge skoraði frábært mark fyrir Liverpool í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á St. Jakob-Park í Basel í gær.

Liverpool féll á stóra prófinu og Sevilla meistari þriðja árið í röð | Sjáðu öll mörkin
Sevilla tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 3-1 sigri á Liverpool í Basel í kvöld. Þetta er þriðja árið í röð sem Sevilla vinnur keppnina.