Íslenska vorið 2016: upp rennur lýðræði fyrir okkur öll Cricket Keating og Susan Burgess skrifar 21. maí 2016 07:00 Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Upp úr 2010 fylgdist heimsbyggð öll með því sem síðar var kallað arabíska vorið. Konur og karlar í arabalöndunum virkjuðu samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter til að skipuleggja, skrásetja og opinbera viðleitni sína til þess að losna undan harðstjórn. Um sama leyti var almenningur á Íslandi virkjaður til að semja stjórnarskrá og þar með var sýnt fram á að unnt væri að nota fjölmiðlunartæki tuttugustu og fyrstu aldar til þess að skapa þátttökulýðræði. Íslendingar brugðust við einokun elítunnar á ákvarðanatöku með því að leggja nýjan vettvang til sameiginlegrar ákvarðanatöku almennings, með þjóðfundum, stjórnlagaþingi og loks þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Reyndar voru ákvarðanir þessara aðila ekki bindandi, en þar var sett fram og kynnt sameiginlegt val almennings, og var þar með vefengdur með afgerandi hætti hefðbundinn ákvörðunarréttur elítunnar. Íslendingar luku upp rými sem gerði almenningi kleift að skapa nýja framtíðarsýn fyrir landið, með samspili samfélagsmiðla og opinna umræðna, og þar með varð til ný tegund þátttökuferlis sem varð að fyrirmynd fyrir „opinbera“ ritun stjórnarskrár, og var það gert með leyfi stjórnarinnar. Það eru orð að sönnu að tilraun Íslendinga til stafræns lýðræðis sannar að það er unnt að beita samfélagsmiðlum tuttugustu og fyrstu aldar til þess að brydda upp á nýjum aðferðum til þátttöku, þannig að allir sitji „við sama borð“, eins og það er orðað í formála nýju stjórnarskrárinnar. Slíkt lýðræði er gert af og fyrir 99%, eða „okkur hin“, eins og stjórnmálafræðingurinn Jodi Dean orðaði það svo skýrt. Það er byggt á sameiginlegum staðli þar sem gerð er krafa um að við komum að ákvörðunum sem hafa áhrif á líf okkar, og að því valdi sem við lútum. Eins og íslenskur þátttakandi orðaði það: „Það er hægt, við sýndum fram á það.“Tækifæri til að leiða nýtt átak Á Íslandi eru aðstæður nokkuð sérstakar. Þjóðin er fámenn, menntuð og einsleit, og nánast allir hafa aðgang að Netinu. Því hafa ýmsir dregið í efa að nýjungar sem Íslendingar hafa lagt fram í stjórnarskrármálum geti nýst í lagskiptu, fjölþjóðlegu, fjöltyngdu og fjölmennu samfélagi á borð við Bandaríkin eða Indland. Auðvitað er spurningunni ósvarað, en við viljum benda á að lítil ríki hafa oft haft forgöngu um að breikka og dýpka framkvæmd lýðræðis. Til dæmis var Nýja-Sjáland fyrsta ríkið, þar sem almennur kosningaréttur fullorðinna var tekinn upp árið 1893, og nú þykir það sjálfsagt í lýðræðisríki, þótt slíkur kosningaréttur hafi ekki alls staðar verið tekinn upp. Nú vísa Íslendingar heimsbyggðinni veginn að lýðræðisvæddu lýðræði, með nýtingu hátæknitækja tuttugustu og fyrstu aldar, þannig að nýjar hugmyndir um þátttöku almennings komast í framkvæmd og færa stjórnarskrárbundið lýðræði upp í æðra veldi. Því miður hefur Alþingi ekki fullgilt stjórnarskrána og hunsað ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, þar sem um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykktu hana. Vorið 2016 færir Íslendingum tækifæri til að leiða nýtt átak og von um lýðræðislegar breytingar. Kraftvægi skapaðist þegar forsætisráðherra sagði af sér í kjölfar mótmæla, og nú þrýsta aðgerðasinnar á Alþingi til þess að fullgilda stjórnarskrána eftir öll þessi ár. Í maílok verður haldinn opinn borgarafundur um framtíð lýðræðis og stjórnarskrána. Eins og vera ber þegar þátttaka er almenn verður þessu vonandi fylgt eftir með nokkurra daga almennri greiningu stöðunnar og samræðum um sjálfa stjórnarskrána. Eins og einn Íslendinganna orðaði það: „Við erum bara lítið eyland en við höfum hlutverki að gegna í heimssögunni. Ísland er eins og tilraunastofa, það er tilraunastofa fyrir nýja heimsmynd?… Það sem við gerum í grasrótinni, með því að veita öllum aðild að hugsjónum okkar og gildum?… það er nýjung í þróun lýðræðis.“ Við sendum ykkur kveðju yfir Atlantsála og sameinumst ykkur í von og baráttu um að þessi nýja mynd lýðræðis verði loks að veruleika: lýðræði fyrir okkur öll.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar